Laufáskirkja

Ósk
Séð

Norðurland

Sjá á korti

556 skoðað

 Laufáskirkja er timburhús, 10,19 m að lengd og 6,15 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með tvískiptu þaki. Turninn er hár og ferstrendur og á hverri hlið er gluggi með sexrúðu ramma og strikuð brík og bogi yfir. Lágreist íbjúgt þak er á turninum upp að lágum og mjóum ferstrendum yfirturni skreyttur renndum pílárum á hliðum. Á honum er íbjúgt lágt píramítaþak  sem há stöng rís upp af. Kirkjan er klædd plægðri borðaklæðningu; breið yfirborð eru felld yfir þynnri og mjórri borð, þak er klætt bárujárni, turnþök sléttu járni og húsið stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju og á kórbaki eru þrír gluggar en einn á framstafni. Í þeim er miðpóstur og tveir rammar með sex rúðum hvor. Hálfsúlur eru við gluggahliðar en yfir þeim strikuð brík og bjór. Fyrir kirkjudyrum eru bogadregnar spjaldsettar vængjahurðir til hlífðar innri spjaldahurð og um þær hálfsúlur og bogi.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Jón Ingi

SUN
20-06-2021
6°C - 5 m/sek
NV 5
MÁN
21-06-2021
9°C - 6 m/sek
SV 6
ÞRI
22-06-2021
10°C - 5 m/sek
V 5
MIÐ
23-06-2021
5°C - 3 m/sek
NV 3
FIM
24-06-2021
12°C - 1 m/sek
VSV 1
FÖS
25-06-2021
11°C - 3 m/sek
SSV 3
LAU
26-06-2021
13°C - 5 m/sek
SSV 5
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Víkurskarð


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur