Grenivík

Ósk
Séð

Norðurland

357 Manns

Sjá á korti

2405 skoðað

Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa 357 íbúar, rúmlega 250 í kauptúninu og um 100 í blómlegri sveit suður af Grenivík. Þengill mjögsiglandi nam land frá Fnjóská til Grenivíkur og bjó í Höfða en Þormóður Þorleifsson nam Grenivík og Hvallátur og strönd alla út til Þorgeirsfjarðar. Í eigu ríkisins komst jörðin Grenivík 1891 þegar henni var makaskipt fyrir kirkjujörðina Höfða. Ríkisjörð var hún til 1973 er Grýtubakkahreppur keypti hana. Kirkja var byggð 1885-1886 og var fyrst þjónað af Höfðapresti en 1892 varð Grenivík prestssetur þegar sr. Árni Jóhannesson settist að á Grenivík. Sat hann staðinn til dauðadags. Árið 1927 var Grenivíkurprestakall sameinað Laufásprestakalli. 
Læknar höfðu setið á Kljáströnd og Grenivík allt frá aldamótum 1900 en 1928 var prestssetrið Grenivík gert að læknisbústað. Þar sat fyrstur Jóhann J. Kristjánsson til 1937 en þá tók Árni Björn Árnason við og sat til 1977. Nú er rekin heilsugæslustöð í Túngötu 2 á Grenivík sem Akureyrarlæknar þjóna.

Þorp tók að myndast á Grenivík upp úr aldamótum 1900. Árið 1947 var Útgerðarfélagið Gjögur stofnað. Árið 1964 var tekið til við að byggja höfn á Grenivík og í framhaldi af því var hlutafélagið Kaldbakur hf. stofnað sem rak frystihús á Grenivík og var langstærsti atvinnurekandinn í sveitarfélaginu. Nú rekur Brim hf. frystihúsið. Í dag er rekin myndarleg útgerð frá Grenivík á vegum Frosta hf. og Gjögurs hf. sem áður er nefnt. Einnig er stunduð töluverð smábátaútgerð. 
Ýmis önnur fyrirtæki eru á Grenivík, má þar nefna Sparisjóð Höfðhverfinga, Vélsmiðjuna Vík, harðfiskverkunina Darra og lyfjafyrirtækið Pharmarctica. Í dreifbýlinu er stundaður hefðbundinn landbúnaður ásamt loðdýra- og kartöflurækt.

yggðarlagið vekur sífellt meiri áhuga ferðamanna og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hestaleiga er hjá Pólarhestum á Grýtubakka, húsdýragarður í Hléskógum, Fjörðungar sérhæfa sig í gönguferðum um Fjörður og Látraströnd og Kaldbaksferðir bjóða upp á snjótroðaraferðir upp á Kaldbak. Veiði er í Fnjóská og Fjarðará í Hvalvatnsfirði.

Matvöruverslunin Jónsabúð er á Grenivík en þar er líka kaffi og veitingasala. Í Gamla prestshúsinu í Laufási er einnig veitingasala. Við grunnskólann er góð sundlaug og tjaldstæði. Í Hléskógum er bændagisting og tjaldstæði.

Þeir sem hafa tíma til að staldra við utan hringvegarins ættu að taka lykkju á leið sína og heimsækja byggðarlagið og njóta náttúrufegurðar og persónulegrar gestrisni heimamanna.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Jóna Kristín

Grenivík
Mánudagur
23:00
-0.1°c
7.5 NW
Þriðjudagur
0:00
-0.3°c
8.3 NW
Þriðjudagur
1:00
-0.5°c
8.8 NW
Þriðjudagur
2:00
-0.7°c
9.1 NW
Þriðjudagur
3:00
-0.9°c
9.5 NW
Þriðjudagur
4:00
-1.1°c
9.7 NW
Þriðjudagur
5:00
-1.2°c
10.0 NW
Þriðjudagur
6:00
-1.2°c
10.0 NW
Þriðjudagur
7:00
-1.1°c
9.8 NW
Þriðjudagur
8:00
-0.9°c
9.2 NW
Þriðjudagur
9:00
-0.8°c
8.3 NW
Þriðjudagur
10:00
-0.5°c
7.2 NW
Þriðjudagur
11:00
-0.4°c
6.4 NW
Þriðjudagur
12:00
-0.2°c
5.5 W
Þriðjudagur
13:00
-0.3°c
4.3 W
Þriðjudagur
14:00
-0.5°c
3.2 W
Þriðjudagur
15:00
-2°c
1.6 SE
Þriðjudagur
16:00
-3.6°c
1.8 SE
Þriðjudagur
17:00
-4.9°c
2.3 SE
Þriðjudagur
18:00
-5.1°c
3.2 SE
Þriðjudagur
19:00
-4.9°c
3.1 E
Þriðjudagur
20:00
-5.9°c
3.3 E
Þriðjudagur
21:00
-5.8°c
3.6 SE
Þriðjudagur
22:00
-4.5°c
3.8 SE
Þriðjudagur
23:00
-4°c
3.6 SE
Miðvikudagur
0:00
-3.6°c
3.5 SE
Miðvikudagur
1:00
-3.6°c
4.3 SE
Miðvikudagur
2:00
-3.1°c
4.1 SE
Miðvikudagur
3:00
-2.8°c
3.5 SE
Miðvikudagur
4:00
-2.4°c
3.3 SE
Miðvikudagur
5:00
-2.3°c
3.5 SE
Miðvikudagur
6:00
-2.5°c
3.5 SE
Miðvikudagur
7:00
-2.8°c
3.5 SE
Miðvikudagur
8:00
-2.8°c
3.4 SE
Miðvikudagur
9:00
-2.7°c
3.1 SE
Miðvikudagur
10:00
-2.7°c
3.0 SE
Miðvikudagur
11:00
-2°c
3.0 SE
Miðvikudagur
12:00
-1.2°c
3.1 SE
Miðvikudagur
13:00
-0.4°c
3.0 SE
Miðvikudagur
14:00
0.1°c
3.2 SE
Miðvikudagur
15:00
1°c
2.9 SE
Miðvikudagur
16:00
1.2°c
2.9 SE
Miðvikudagur
17:00
1.4°c
2.7 SE
Miðvikudagur
18:00
1.5°c
2.4 SE
Miðvikudagur
19:00
1.7°c
2.2 SE
Miðvikudagur
20:00
1.8°c
2.5 SE
Miðvikudagur
21:00
1.9°c
3.5 SE
Miðvikudagur
22:00
2.3°c
3.5 SE
Miðvikudagur
23:00
2.1°c
3.0 E
Fimmtudagur
0:00
2°c
3.1 SE
Fimmtudagur
1:00
2°c
3.0 SE
Fimmtudagur
2:00
1.7°c
3.2 SE
Fimmtudagur
3:00
2.2°c
2.1 SE
Fimmtudagur
4:00
1.7°c
1.3 W
Fimmtudagur
5:00
1.5°c
2.3 W
Fimmtudagur
6:00
1.3°c
3.4 W
Fimmtudagur
7:00
1.3°c
4.4 W
Fimmtudagur
8:00
1.4°c
5.7 W
Fimmtudagur
9:00
1.3°c
7.9 W
Fimmtudagur
10:00
0.6°c
10.4 W
Fimmtudagur
11:00
0°c
11.2 NW
Fimmtudagur
12:00
-0.4°c
11.7 NW
Fimmtudagur
18:00
-1.9°c
10.0 NW
Föstudagur
0:00
-2°c
6.0 NW
Föstudagur
6:00
-3.9°c
3.9 SE
Föstudagur
12:00
-1.5°c
4.9 SE
Föstudagur
18:00
6.2°c
6.7 SE
Laugardagur
0:00
4.8°c
4.6 SE
Laugardagur
6:00
4.2°c
5.4 SE
Laugardagur
12:00
3.1°c
3.7 SW
Laugardagur
18:00
-0.7°c
4.4 NW
Sunnudagur
0:00
-1.6°c
5.3 NW
Sunnudagur
6:00
-2.3°c
5.7 W
Sunnudagur
12:00
-1.8°c
7.2 NW
Sunnudagur
18:00
-1.8°c
8.4 NW
Mánudagur
0:00
-1.2°c
6.6 NW
Mánudagur
6:00
-0.9°c
1.1 W
Mánudagur
12:00
-4°c
3.0 SE
Mánudagur
18:00
-2°c
2.3 SE
Þriðjudagur
0:00
-5.8°c
2.8 SE
Þriðjudagur
6:00
-2.6°c
2.8 SE
Þriðjudagur
12:00
0.6°c
2.9 SE
Þriðjudagur
18:00
4.1°c
4.0 SE
Miðvikudagur
0:00
6°c
5.1 SE
Miðvikudagur
6:00
7.5°c
6.6 SE
Miðvikudagur
12:00
6.9°c
2.6 SE
Miðvikudagur
18:00
4.7°c
3.3 SE


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur