Hauganes er lítið sjávarþorp sem er hluti af Dalvíkurbyggð. Hauganes er syðsti þéttbýliskjarni Dalvíkurbyggðar. Á Hauganesi búa innan við 200 manns og snýst lífið þar líkt öðru fremur um fiskveiðar og fiskvinnslu. Þar er starfrækt fyrirtækið Ektafiskur (www.ektafiskur.is) sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki.
Á Hauganesi er hægt að njóta bæði sveitasælunnar og nálægð við aðra þéttbýliskjarna en um 20 mínútur tekur að aka til Akureyrar og rétt um 10 mínútur að aka til Dalvíkur þar sem helstu þjónustu er að fá. Íbúar Hauganess sækja skóla og leikskóla á svæðinu sem er í um 2km fjarlægð frá þorpinu sjálfu.