Hofsjökull er þíðjökull á miðhálendi Íslands staðsettur milli Langjökuls til vesturs og Vatnajökuls til austurs, hann er 925 km² að flatarmáli og 1.765 m hár[1] þar sem hann er hæstur. Hann er þriðji stærsti jökull landsins á eftir Langjökli og Vatnajökli. Hann var áður kenndur við Arnarfell hið mikla og hét þá Arnarfellsjökull en nafni hans var síðan breytt og er hann nú kenndur við Hof í Vesturdal í Skagafirði.