Hrafntinnusker er 1.128 metra hátt fjall á gönguleiðinni Laugavegi. Staðurinn nefnist eftir hrafntinnu, sem finna má á víð og dreif um svæðið og var meðal annars notuð utan á Þjóðleikhúsið. Þar rekur Ferðafélag Íslands gistiskála sem nefnist Höskuldsskáli í 1050 m.y.s. Ofan við skálann ersmájökull og í honum frægur íshellir. Í hellinum varð dauðaslys þann 16. ágúst 2006 þegar ís hrundi úr lofti hellisins á erlendan ferðamann.