Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðarekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands 14 km frá þjóðveginum. Eins og nafn gilsins bendir til er þar mikil veðursæld.
Beygt er út af þjóðveginum við Höfðabrekku sem er 5 km austan við Vík. Ekið er sem leið liggur inn á heiðar, eftir vegi sem var þjóðvegur nr. 1 til 1955, þar til komið er að skilti sem bendir inn í Þakgil. Vegurinn inn í Þakgil er fær öllum bílum.
Á þessu svæði eru margar fallegar gönguleiðir við allra hæfi. Tjaldsvæði, snyrting og sturta eru á staðnum. Matsalurinn er náttúrulegur hellir og í honum eru borð og bekkir og bæði kamína og grill.
Heimild: Sjá hér