Ný útisundlaug opnaði miðvikudaginn 16. júní. Sundlaugin er 25 x 8,5 metrar að stærð, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug og tvær stórar rennibrautir, önnur er bein braut með um 30% halla en hin er með um 11,5% halla og er mun lengri.
Umhverfisvænar lausnir notaðar í nýrri sundlaug Blönduósbæjar
Blönduósbær festi kaup á búnaði til framleiðslu á klór í tengslum við byggingu sundlaugar á Blönduósi. Jafnframt fellur til sódi við framleiðsluna sem notaður er til að stýra sýrustiginu (ph-gildi) og þarf því ekki að vera með kolsýru sem annars er notuð í þeim tilgangi. Klór er notaður til sótthreinsunar á sundlaugarvatni og er yfirleitt keypur tilbúinn og er blandað í vatnið eftir því magni sem þarf til sótthreinsunar. Samkvæmt reglugerð á sundlaugarvatn að hafa sýrustigið á milli 7,2-7,8. Kolsýra er notuð til að lækka sýrustigið þar sem tilbúinn klór hefur hátt sýrustig.
Opnunartímar
Frá og með 1. nóvember.
Þriðjudaga og fimmtudaga er opið frá kl.07:45 til 21:00
Mánudaga og miðvikudaga er opið frá kl. 06:30 til 21:00
Föstudaga er opið frá kl. 06:30 til 17:00
Laugardaga er opið frá kl. 10:00 til 16:00
Sunnudaga er lokað
Heimild: Sjá hér
Mynd: Sundlaugin Blönduósar