Lómagnúpur

Ósk
Séð

Suðurland

Sjá á korti

1227 skoðað

Lómagnúpur er 688 m hátt standberg sem gnæfir yfir suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Vestan við hann stendur bærinn Núpsstaður. Stórbrotið umhverfi Núpsstaðar og Lómagnúps er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Eldgos, jöklar og vötn hafa mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.
Seint á 18. öld hljóp bergfylla úr Lómagnúpi vestanverðum og má sjá augljós merki um það við þjóðveginn. Í dagbók Sveins Pálssonar stendur við árið 1793; „Þetta gerðist fyrri hluta dags í júlímánuði með svo skjótri svipan að stúlka ein sem var að bera mjólk af stöðli heim að Núpsstað, heyrði brest, líkan reiðarþrumu, og leit þegar til Gnúpsins, en gat þá í fyrstu ekki greint neitt fyrir reyk. En ekki hafði hún fyrr sett mjólkurföturnar niður, til þess að athuga þetta nánar, en allt var um garð gengið og framhlaupið lá út á sandinum, þar sem það er nú, allt að mílufjórðung frá fjallinu, í smáhaugum með djúpum gjótum á milli eða trektlögðum svelgjum, sem að líkindum hafa skapast við þrýsting samþjappaðs lofts." Þessu framhlaupi fylgdi talsvert vatnsflóð og hefur það sennilega sprengt úr fjallinu fyllu þá er fram hljóp. Nýlegri merki sjást í austurhlíðum Lómagnúps en árið 1998 varð þar berghlaup. Líkt og með önnur standberg meðfram suðurströnd Íslands þá náði sjór upp að Lómagnúpi á ísöld. Lómagnúpur er einstaklega tignarlegur og fagur á að líta.

Til gamans má segja frá því að Lómagnúps er getið í Njálssögu í nokkuð sérstöku hlutverki, þar sem hann kemur fyrir í draumi Flosa Þórðarsonar á Svínafelli, en Flosi var upphafsmaður þess að kveikt var í bæ Njáls Bergþórssonar og fjölskyldu hans. Flosa dreymir að hann sé staddur á bæ við Lómagnúp, hann gengur út og lítur til Gnúpsins. Í draumnum opnast fjallið og jötunn klæddur geitarskinni með járnstaf í hönd stígur út úr fjallinu. Hann þylur upp nöfn mannanna 25 sem standa að brennu Njáls, hann ber svo stafnum í jörðina og gengur aftur inn í fjallið. Allir mennirnir sem jötuninn nefnir eru drepnir síðar í sögunni í hefndarskyni fyrir að hafa staðið að því að brenna Njál inni.
Jötuninn í Lómagnúpi prýðir skjaldarmerki Íslands. Hann er einn fjögurra landvætta Íslands og ver suðurströndina fyrir illum öflum.

Lómagnúpur tilheyrir landi Núpsstaðar, sem allt er á náttúruminjaskrá.

Heimild: Sjá hér

Lómagnúpur
Laugardagur
8:00
10.8°c
2.4 N
Laugardagur
9:00
12°c
2.1 NW
Laugardagur
10:00
13°c
3.0 W
Laugardagur
11:00
13.6°c
4.3 NW
Laugardagur
12:00
14.2°c
4.3 NW
Laugardagur
13:00
14.3°c
3.8 NW
Laugardagur
14:00
15°c
4.4 W
Laugardagur
15:00
14.6°c
4.5 W
Laugardagur
16:00
14.4°c
4.2 SW
Laugardagur
17:00
14.3°c
3.4 SW
Laugardagur
18:00
14.1°c
4.5 S
Laugardagur
19:00
10.7°c
4.8 S
Laugardagur
20:00
11.3°c
3.5 S
Laugardagur
21:00
10.7°c
2.8 SE
Laugardagur
22:00
9°c
2.8 SE
Laugardagur
23:00
8.3°c
2.8 SE
Sunnudagur
0:00
7.9°c
2.9 SE
Sunnudagur
1:00
8°c
2.8 SE
Sunnudagur
2:00
7.9°c
2.9 SE
Sunnudagur
3:00
7.7°c
3.4 SE
Sunnudagur
4:00
7.4°c
3.7 S
Sunnudagur
5:00
7.5°c
3.6 S
Sunnudagur
6:00
7.5°c
3.6 S
Sunnudagur
7:00
8.1°c
3.3 S
Sunnudagur
8:00
9°c
2.9 S
Sunnudagur
9:00
9°c
3.4 SE
Sunnudagur
10:00
8.4°c
3.7 SE
Sunnudagur
11:00
8.4°c
4.0 SE
Sunnudagur
12:00
8.4°c
5.3 SE
Sunnudagur
13:00
8.3°c
5.8 SE
Sunnudagur
14:00
8.1°c
5.8 SE
Sunnudagur
15:00
8.3°c
6.4 SE
Sunnudagur
16:00
8.3°c
6.8 SE
Sunnudagur
17:00
8.3°c
6.9 SE
Sunnudagur
18:00
8.3°c
8.2 SE
Sunnudagur
19:00
7.9°c
8.4 SE
Sunnudagur
20:00
8°c
9.4 SE
Sunnudagur
21:00
8.1°c
9.6 E
Sunnudagur
22:00
8.1°c
9.8 E
Sunnudagur
23:00
8.2°c
10.0 E
Mánudagur
0:00
8.2°c
9.5 E
Mánudagur
1:00
8.1°c
8.2 E
Mánudagur
2:00
8.2°c
8.3 E
Mánudagur
3:00
8.3°c
8.1 E
Mánudagur
4:00
8.3°c
5.9 SE
Mánudagur
5:00
8.2°c
5.7 S
Mánudagur
6:00
8°c
7.4 SW
Mánudagur
7:00
7.5°c
8.1 SW
Mánudagur
8:00
7.5°c
7.6 SW
Mánudagur
9:00
8°c
6.6 S
Mánudagur
10:00
8.6°c
5.8 S
Mánudagur
11:00
8.9°c
5.4 S
Mánudagur
12:00
8.4°c
5.4 SE
Mánudagur
13:00
8.5°c
6.4 SE
Mánudagur
14:00
8.5°c
6.3 S
Mánudagur
15:00
8.6°c
6.3 SE
Mánudagur
16:00
7.9°c
5.2 S
Mánudagur
17:00
7.1°c
3.8 SE
Mánudagur
18:00
7.3°c
2.8 SE
Mánudagur
19:00
7.3°c
2.2 SE
Mánudagur
20:00
7.2°c
1.6 NE
Mánudagur
21:00
7.2°c
1.3 NE
Mánudagur
22:00
6.9°c
1.4 NE
Mánudagur
23:00
6.4°c
1.4 NW
Þriðjudagur
0:00
6.7°c
2.3 W
Þriðjudagur
6:00
7.4°c
4.0 NW
Þriðjudagur
12:00
11.4°c
4.8 NW
Þriðjudagur
18:00
11.7°c
5.0 W
Miðvikudagur
0:00
7.9°c
0.7 N
Miðvikudagur
6:00
6.8°c
0.8 NE
Miðvikudagur
12:00
10.4°c
2.0 SE
Miðvikudagur
18:00
10.6°c
1.9 SE
Fimmtudagur
0:00
7.7°c
0.9 N
Fimmtudagur
6:00
9.1°c
0.6 N
Fimmtudagur
12:00
11.8°c
1.7 SE
Fimmtudagur
18:00
11°c
2.4 S
Föstudagur
0:00
9.4°c
0.7 NW
Föstudagur
6:00
9.8°c
0.5 N
Föstudagur
12:00
12.6°c
2.5 SE
Föstudagur
18:00
12.7°c
1.4 NE
Laugardagur
0:00
10.2°c
0.8 W
Laugardagur
6:00
9.9°c
1.2 NW
Laugardagur
12:00
15.7°c
2.0 SE
Laugardagur
18:00
14.4°c
2.2 W
Sunnudagur
0:00
11.2°c
0.4 E
Sunnudagur
6:00
10.6°c
0.6 N
Sunnudagur
12:00
9.8°c
2.1 S
Sunnudagur
18:00
10.4°c
1.6 SW
Mánudagur
0:00
9.2°c
1.0 SW
Mánudagur
6:00
7.8°c
1.9 NW


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur