Tjaldsvæðið á Þórisstöðum er stórt og fjölskylduvænt í fallegu umhverfi með möguleikum á fjölbreyttri afþreyingu. Stutt er í sundlaug, veiði og fallegar gönguleiðir eins og í Vatnaskóg.
Á svæðinu er veiði í þrem vötnum; Eyrarvatni, Þórisstaðavatni (Glammastaðavatni) og Geitabergsvatni.
Eitt veiðileyfi fylgir með þegar greitt er fyrir tvo í tvær nætur og gildir það í öllum þremur vötnunum. Einnig er hægt að kaupa stök veiðileyfi þegar bókað er hér að neðan.
Sími: 897-5188
Heimasíða: www.thorisstadir.is
Netfang: thorisstadir@thorisstadir.is